top of page

Hjálpaðu líkamanum að hjálpa sjálfum sér.
Kírópraktorar er sérmenntaðir í að diagnosa og meðhöndla vandamál í stoðkerfi líkamans, þ.e. í liðum, vöðvum og festingum. Meirihluti þeirra sjúklinga sem leita til Kírópraktors koma vegna verkja í baki ( þursabit, vöðvabólga, brjósklos, klemmd taug) og verkja í hálsi (höfuðverkur) og handleggjum. Kírópraktor meðhöndlar einnig vandamál t.d. í öxlum, olnbogum, hnjám og fótum og oft fá grátgjörn kornabörn bót af kírópraktors meðferð.
Meðferðin byggir á liðlosun, snöggu, nákvæmu átaki sem hreyfir liðinn og oft heyrist smellur í liðnum við meðferðina. Kírópraktorinn hreyfir liðinn með höndunum pínulítið lengra en maður getur á eigin spýtur. Þannig rofnar lofttæmið sem er í flestum liðum líkamans og litlar loftbólur með ýmsum lofttegundum myndast í liðvökvanum. Smellurinn er hvorki vegna þess að beinin sargist saman né eitthvað rifni. Tilgangur meðferðarinnar er að leiðrétta starfshæfni liðamóta og vöðva og einnig til a lina eða losa við verki. Einnig er notað staðbundið nudd/þrýstipunktar, teygjur og ráðleggingar um æfingar og líkamsbeitingu. Allir sem eiga við vandamál að stríða í stoðkeri líkamans geta leitað til Kírópraktors, jafnt ungir sem gamlir.
Áður en meðferð hefst er tekin sjúkrasaga og gerð nákvæm skoðun. Tilgangurinn með skoðuninni er að ákvarða hvort kírópraktík meðferð henti ástandi sjúklingsins og til að sjúkdómsgreina hann eins nákvæmlega og kostur er.
Mjög misjafnt er hvað þarf að koma oft í meðferð, eða allt frá 4-15 eða 20 skipti. Yfirleitt er meðhöndlað þétt fyrst, 2-3x í viku en síðan lengist smátt og smátt á milli tíma. Margir sem hafa átt við langvarandi vandamál að stríða kjósa að koma síðan reglulega á 1-3 mánaða fresti í fyribyggjandi meðferð sem fer fram í Sporthöllinni.
Tímapantanir í síma 478-2221
Atlas
kírópraktík
Sandra Sigmundsdóttir kírópraktík

bottom of page