
IAK einkaþjálfun Kolbrún
Ég heiti Kolbrún Björnsdóttir og er útskrifuð úr ÍAK einkaþjálfari frá Keili 2013.
Bakgrunnur minn er áralöng kennsla í hóptímum auk þess sem ég rek Sporthöllina. Ég er búin með fullt af námskeiðum sem tengjast líkamsrækt, Body pump, Body step og Metabolicþjálfarann..
Margir eru daglega með einhversskonar óþægindi s.s höfuðverk, eymsli í baki, vöðvabólgu, íþróttameiðsl og svo lengi mætti telja.
Með réttum æfingum er hægt að vinna á þessum kvillum og skapa betri líðan.
Til þess að þjálfunin skili sem bestum árangri notast ég við hreyfi-og líkamsstöðugreiningar sem ég nýti til að sérsniða æfingaáætlun fyrir hvern og einn.
Það sem ég býð upp á er :
- Einstaklingsþjálfun
- Hópþjálfun, tveir eða fleiri saman
Einnig mæli ég ummál, fituprósentu, blóðþrýsting, þyngd og geri mataráætlanir.
Ég tek að mér einstaklinga á öllum aldri og finn eitthvað sem hæfir hverjum og einum.
Þú getur haft samband við mig á kolla@sporthollin.is eða á Kolla Björns ÍAK einkaþjálfari á fésinu
