top of page

IAK einkaþjálfun Þórey
Þórey Guðný Sigfúsdóttir
IAK einkaþjálfari
REHAB trainer
Ég er mentaður ÍAK einkaþjálfari frá íþróttaakademíu Keilis. ÍAK einkaþjálfaranámið er ítarlegasta einkaþjálfaranámið sem er í boði á Íslandi og hefur einkunnarorðin fagmennska og þekking að leiðarljósi.
Ég er einnig REHAB trainer.
REHAB trainer þjálfarar notast við endurhæfingarþjálfun og "posture pro" til að vera hæfari til að þjálfa fólk með væga verki og stoðkerfisvandamál. Hugsunin er að brúa bilið milli einkaþjálfara og sjúkraþjálfara. Tek það sérstaklega fram að REHAB trainer er alls ekki það sama og sjúkraþjálfari en ég tel mig vera hæfari, eftir að hafa tekið REHAB trainer þjálfararéttindi að taka á móti kúnnum sem eru t.d að koma frá sjúkraþjálfara.
Líkamsstöðugreining, ástandspróf, mælingar, matardagbækur og þjálfun hjá einkaþjálfara í Sporthöllinni 3 í viku er það sem er innifalið í einkaþjálfuninni.
Hvert tímabil eru 4 vikur.
Hvort sem markmiðið er að grennast, léttast, þyngjast, fá aukið þol eða bara líða betur, mun þjálfarinn þinn hjálpa þér að komast nær þínum markmiðum.
Oft er fólk með sín markmið þegar byrjað er að þjálfa en síðan koma oft í ljós veikleikar í líkamanum sem hafa leitt til vöðvaójafnvægis. Þetta þarf að vinna með og oft finna kúnnar mikinn mun á sér þegar þrálát spenna eða verkir hverfa.
Verð fyrir einkaþjálfun er 40.000 kr fyrir eitt tímabil og þarf að borga Sporthöllinni sér fyrir aðgang að líkamsræktarstöðinni.
Til að hafa samband við mig thorey81@gmail.com eða 6152281

bottom of page