
Stutt lýsing á tímum
Metabolic
Ljósabekkir
Hádegispúl
Pilates
Fit 50+
Markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að tilhlökkunarefni.
Við leggjum mikið uppúr öruggri og markvissri þjálfun en viljum líka hafa gaman :)
Kennari : Kolbrún Björnsdóttir ÍAK einkaþjálfari og Metabolicþjálfari og verða þeir kenndir 4 í viku
Hitaðu kroppin í ljósabekkjum frá megaSun, eða langar þig í smá lit. Tilvalið að fara í ljós
Styrkur eru tímar af góðri styrktaræfingum og brennslu. Við notumst mikið með okkar eigin líkamsþyngd, notum sandpoka, sippum, trx og rífum aðeins í bjöllur sem eru frábær leið til þess að byggja um líkamann. Þjálfari Lilja Björg ketilbjölluþjálfari
Pilates þjálfar djúpvöðva líkamans, gefur langa fallega vöðva, sléttan kvið, grönn læri, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika
Byrjum á léttri upphitun liðkum okkur með teygjum, færum okkur svo í leiðréttingaræfingar og endum á dýnamískri upphitun. Almennt æfum við með 4-6 æfingar í 20 mínútur, ýmist með áherslu á styrk, kraft eða úthald. Þátttakendur stjórna álaginu sjálfir og hjálpum við þér að finna rétt erfiðleikastig.
Nudd
-
Líkamsnudd : áhersla á vöðva, vöðvafestingar, gott blóðflæði og hreinsun líkamans.
-
Svæðanudd og viðbragðsmeðferð: áhersla á öndunarfæri, innkirtlakerfi, lifur og hjarta.. unnið með innri liffæri iog liffærakerfi, tilgangurinn er að vinnsla líkamans sé sem best og heildarjafnvægi.
-
Höfuðbeina-og spjaldhryggjameðferð: áhersla lögð á stoðgrindina, himnukerfi líkamans og taugakerfi.. Tilgangur að líkaminn flæði opinn og án hindrana.
Kírópraktík
Kírópraktorar er sérmenntaðir í að diagnosa og meðhöndla vandamál í stoðkerfi líkamans, þ.e. í liðum, vöðvum og festingum. Meirihluti þeirra sjúklinga sem leita til Kírópraktors koma vegna verkja í baki (þursabit, vöðvabólga, brjósklos, klemmd taug) og verkja í hálsi (höfuðverkur) og handleggjum. En Kírópraktor meðhöndlar einnig vandamál t.d. í öxlum, olnbogum, hnjám og fótum og oft fá grátgjörn kornabörn bót af kírópraktors meðferð.