top of page

Um okkur

Kolbrún Þ. Björnsdóttir og Sandra Sigmundsdóttir eru eigendur Sporthallarinnar.
 
Sporthöllin er með ágætis úrval af upphitunartækjum, fjögur hlaupabretti frá Life fitness, tvær skíðavélar, tvö hjól og ein róðravél frá Concept.
Líkamsræktartækin í salnum eru frá Gym 80 og öll í topp standi.
 
Sporthöllin býður uppá fljölbreytta kennda tíma og einstaklingsmiðuð prógröm, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á staðnum eru einnig tveir ljósabekkir frá megaSun.
 
Tveir einkaþjálfarar eru starfandi í Sporthöllinni og eru þeir báðir ÍAK menntaðir.
Kolbrún Þ. Björnsdóttir ÍAK einkaþjálfari og Metabolicþjálfari. 
Þórey Guðný Sigfúsdóttir ÍAK einkaþjálfari og Rehab trainer. 
 
Í húsnæðinu hafa aðsetur Kírópraktík, nuddstofa og snyrtistofan Amara.
 
Allar tímapantanir eru í síma 478-2221. 
            Einkaþjálfun

 

Af hverju einkaþjálfun?
Líkamsrækt undir leiðsögn einkaþjálfara er örugg leið til árangurs. Einkaþjálfun er frábær valkostur og hentar öllum, bæði þeim sem eru að hefja átak og hinum sem eru lengra komnir. Fyrir þá sem eru að byrja er einkaþjálfun góð leið til að tryggja að æfingar séu gerðar rétt og settar saman á þann hátt að þjálfunin skili sem bestum árangri. Fyrir hina, sem hafa reynslu af líkamsrækt, er einkaþjálfun leið til að breyta til og kynnast nýjum æfingum sem er nauðsynlegt til að ná framförum og viðhalda áhuga. Þá er einkaþjálfun ótvírætt besti kosturinn fyrir fólk sem glímir við meiðsli eða þjáist af sjúkdómum því komið er í veg fyrir of mikið álag eða val á óheppilegum æfingum.


Eftir hverju ertu að bíða? Fjárfestu í eigin heilsu og komdu í einkaþjálfun!

 

 

         Tækjasalur/opnir tímar

 

Í Sporthöllinni eru flest öll tækin frá Gym 80, hlaupabretti frá Life Fitness, skíðavélar, róðratæki, hjól,  laus lóð, stangir, ketilbjöllur, boltar, teygjur, TRX bönd, pallar og fleira. . 

 

Við bjóðum einnig uppá fjölbreytta opna tíma þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

            Metabolic

 

Metabolic eru markvissir, skemmtilegir og árangursríkir hópaþrektímar fyrir alla sem vilja komast í frábært alhliða form í góðum félagsskap. Unnið er með teygjur, kraftbolta, ketilbjöllur, kaðla, eigin líkamsþyngd og fleira spennandi og skemmtilegt.

Í tímunum taka allir 100% á því, hvort sem þeir koma inn í námskeiðið í góðu formi eða sem byrjendur, þátttakendur stjórna álaginu sjálfir.

Metabolic eru lokuð námskeið og er hvert námskeið 4 vikur. Innifalið á námskeiðinu eru mælingar, lokuð grúbba, matarplön, kort í stöðina og  fræðsla.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nudd - Fyrtækja lausnir - Þjálfun eldri borgara - Hópþjálfun - Einkaþjálfun - Yin jóga - Jóga flæði - hóptímar

©2014 Búið til af Jóel Ingason ©Sporthöllin

 

Sporthöllin | Álaugarvegur 7 | 780 Hornafirði | sími 8687303 | sporthollin@sporthollin.is |

bottom of page